Aðferðir við Teppahreinsun

Aðferðir við Teppahreinsun

Það eru allmargar aðferðir til að hreinsa teppi en í þessari stuttu samantekt verður aðallega fjallað um þær aðferðir sem eru í boði á Íslandi. Í gegnum árin hafa ýmis viðhorf verið uppi um ágæti hinna ýmsu aðferða en þessi samantekt er ætlað að skýra frá mismunandi viðhorfum, eiginleikum og straumum sem hafa leikið teppahreinsun síðustu misseri.

Aðferðin sem mest er notuð í dag af hreinsunnar- mönnum/fyrirtækjum er á efa Truckmount eins sjá má á þessu kökuriti sem tekið var saman af víðlesnu tímariti í USA 2003

Samanburður á Hreinsiaðferðum

1. Þurrhreinsun

Þurrhreinsun (e. Powder/Dry compound Method) er eina aðferðin sem getur í rauninni verið kölluð þurrhreinsun þó að í þessari aðferð sé notað vatn þá er það svo langt um minna en í öllum öðrum aðferðum og í rauninni þá þornar sá litli vökvi um leið og aðferðinni er beitt.

Til eru tvær gerðir af þurrhreinsiefnum:

  1. Korn (náttúrlegt) – Host © eða CarpetCleaner ©
  2. Polymer duft (gerviefni) – Sapur ©

Kornefnið er blautara og þyngra og er rykbindandi á meðan polymerefnin eru léttari og eiga það til að rjúka nokkuð. Með kornefninu er líka notast við forúðun til að auka hreinsiáhrifin í göngubrautum og öðrum álagssvæðum. Vökvinn í korninu samanstendur af vatni, leysiefni og ilmefni. Það er mjög mikilvægt að ryksuga vel á undan og á eftir, þegar þurrhreinsun er notuð og þá gjarnann með uppistandandi bursta-ryksugu. Venjuleg ryksuga er ekki nóg.

Þurrhreinsun er talin góður kostur ef viðhaldshreinsun skal fara fram. Sumir teppaframleiðendur mæla með þessari aðferð því hún þykir mjög örugg. Hins vegar taka flestir fram að í 5 til 10 hvert skipti sem hreinsa skal þá er mælt með djúphreinsun (blauthreinsun) til skolunnar. Hreinsun með polymerdufti er hins vegar varasöm, sérstaklega þegar hreinsa skal hjá fólki með ofnæmi. Kornhreinsun er oftast í lagi hvað þetta varðar.

2. Þurrhreinsun

Þurrhreinsun (e. Padding/Encapping Method) er aðferð sem er alltaf að verða stærri og stærri á markaðnum. Þetta stafar af tvennu. Vélbúnaðurinn Paddingvélin er hjámiðjusnúningsvél (Oscilator/padding). Það sem gerir þessa vél sérstaka að hún bæði snýst í hringi og titrar. Þegar encappingefni er notað með henni þá verður úr snjöll aðferð að hreinsa og það sem hún hefur umfram aðrar aðferðir eru mikil afköst.

Þurrhreinsun er góð aðferð ef hreinsað er reglulega og ef teppið er ekki orðið mjög skítugt. Því hafa framleiðendur mælt með svokallaðri viðhaldshreinsun, þetta þýðir í raun að hreinsa skal oftar og þannig viðhalda útliti teppisins allt frá upphafi. Þá er ástæða að taka fram að ef þessari aðferð á að beita á mjög skítugt teppi getur verið nauðsynlegt að endurtaka hreinsunina 2 til 3 sinnum og þá er þetta orðið nokkuð dýr aðferð.

Kostir þurrhreinsunnar umfram aðrar hreinsiaferðir eru tvímælalaust að teppið blotnar aldrei og því er hægt að ganga á því strax og jafnvel á meðan hreinsun fer fram. En það sem skilur á milli er að viðarhúsgögn geta farið strax á gólfið eftir hreinsun. Þetta getur enginn önnur aðferð boðið. Gallinn er að þessi aðferð skilur eftir kornleifar og við endurtekna hreinsun þá er æskilegt að skola þær leyfar úr.

3. Blauthreinsun

Blauthreinsun (e. Wet Extraction)

Erlendis eru þessi aðferð kölluð nokkrum nöfnum s.s. “Steam Cleaning” – “Warm Water Extraction” – “Hot Water Extraction” sem má útleggja sem gufuhreinsun, blauthreinsun eða heitavatnshreinsun.

3a. Gufuhreinsun (Steam Cleaning)

Raunin er sú að gufuhreinsun er ofmæli því til þess að ná fram gufu þarf hitinn að vera 110-115 °c og það má ekki þar sem svo hár hiti eyðileggur öll teppi. æskilegur hiti er 60 – 80°c eða jafnvel enn lægri í ullarteppum. Þetta er það hitastig sem aðeins svokallaðar truckmount-hreinsivélar (sjá 4.) eða hreinsivélar með hitara ná að viðhalda stöðugt.

3b. Blauthreinsun (Warm Water Extraction)

Blauthreinsun er sú aðferð sem flestir teppahreinsunarmenn á íslandi nota. Galli þessarar aðferðar er að vatnið er oftast heitt í byrjun hreinsunar en svo kólnar það þegar á líður og lækkar í vatnstank vélarinnar. Þetta þýðir að ef vatnið er ekki nægjanlega heitt þá verða meiri sápuleyfar skildar eftir í teppinu sem er afar slæmt til árangurs í mottuhreinsun. Vandinn eykst svo enn frekar ef síðasta stigi hreinsunarinnar er sleppt og teppið ekki skolað sérstaklega eftir að búið er að sápa teppið. 

3c. Heitavatnshreinsun (Hot Water Extraction)

Heitvatnshreinsun er sú aðferð sem flestir ef ekki allir teppaframleiðendur mæla með. Þetta er eina aðferðin sem fær með réttu viðnafnið djúphreinsun til greina á milli djúphreinsunnar og blauthreinsunnar þá koma nokkur atriði í ljós. Það er vélaraflið (sogkraftur og vatnsmagn) og þá er það verklagið og að lokum er það hreinsiefnin. íÍ raun er teppahreinsun 60% efnafræði og 40% vélfræði. Frá sjónarmiði heilbrigðis þá er lítill vafi á að Truckmount Aðferðin hefur verulega kosti sem felast í því að loftinu er ekki dælt út í herbergið heldur er það dregið út úr húsnæðinu. Þar að auki er kraftur Truckmountvélanna mun meiri og hreinsa betur og þurrka umtalsvert betur og vinna hraðar en hefðbundnar vélar.

4. Truckmont vélar

Truckmont vélar (e. Wet Extraction Truckmount)

Truckmont vélar eru drifnar annað hvort frá sérstakri vél eða fá aflið frá vél bifreiðarinnar.

Það sem gerir Truckmount vélar einnig sérstakar er þær hafa afgasvatnshitara eða jafnvel sérstakan gashitara. Í öllum tilfellum er notað kalt vatn sem þær hita upp en nota ekki hitaveituvatnið okkar góða sem inniheldur ýmis óæskileg aukefni. Vatnið er leitt að vélinni frá garðkrana eða kaldvatnsúttaki t.d. frá þvottahúsi. Íslenska kalda vatnið er mjúkt ólíkt því sem gerist víða erlendis. Þetta hjálpar til og dregur úr sápuþörf. Íslendingar þekkja þetta þegar þeir koma erlendis og fara í sturtu á hótelum þá finnst okkur sem sápan freyði ekki nóg. Þegar skolvatnið kemur til baka út í safntankinn í bílnum þá er því dælt sjálfvirkt út í ræsi eða niðurfall. Þetta þýðir með öðrum orðum að hreinsunin fer fram án stopptíma því ekki gerist þörf á að hella frá safnfötu eins og með hefðbundnum vélum.

 

5. Rétt val á aðferð og tíðni hreinsana

Valið á réttri teppahreinsunaraðferð er afar mikilvæg og hafa ber í huga að sumar þessarra aðferða geta skemmt ákveðnar tegundir af teppum. Þetta á ekki síst við þegar aðferðum er beitt með meiri ákafa en mælt er með af framleiðanda teppisins.

Ef teppi eru hreinsuð reglulega jafnvel áður en það er farið að sjást í þeim óhreinindi þá verður hreinsunin bæði einfaldari og ber meiri árangur. Hér er vísað til þess sem sagt var um þurrhreinsun og viðhaldshreinsun. Munið að teppi eru hönnuð með þann eiginleika að fela óhreinindin. Sú goðsögn að teppi eigi ekki að hreinsa fyrir en það er orðið mjög skítugt því að öll hreinsun auki hreinsunnarþörf, er Röng! 

Ástæðan fyrir þessari rangtúlkun er komin til vegna þess að annað hvort var röngum (ákafa / verklagi) hreinsunaraðferðum beitt eða t.d. sápa hefur verið skilin eftir í teppinu sem gerir það skítsælla en það var fyrir hreinsun.

Árni Svavarsson

Ofangreind gögn eru tekin saman og þýdd upp úr gögnum frá:
Iðntæknistofnun Íslands – Prochem Int – Shaw Inc. – Host Inc – Cleaning Affairs UK
ASCR Int.- Carpet Cleaner® Austríki – Hydramaster Inc. – Rotovac Int.

© Skúfur teppahreinsun 2010
Vantar þig frekari ráð?

Vantar þig aðstoð?
Fáðu verðtilboð án skuldbindingar

Heimilisfang

Ármúli 34 bakhús, 108 Reykjavík

Sendu okkur mail

hreinsun@skufur.is